Reyndar sagðiru bara “hlaup” þannig að það getur verið mjög víðtækt og ætla því ekki að segja að þú hafir rangt fyrir þér.
Einmitt. Og það var engin tilviljun að ég notaði víðtækt orð.
Interval þjálfun er ekkert nýtt, og brennir að sjálfsögðu fleiri kaloríum en æfing sem er á jöfnu tempói. Ástæða þess að interval þjálfun kom til sögunnar var sú að maður getur ekki haldið hámarks púls nema í stutta stund. Með því að toppa og hvíla með reglulegu millibili ( intervals ) þá er hægt að ná að æfa undir meira samanlögðu álagi en með stöðugri æfingu sem reynir að hámarka púls eins og hægt er ( en á jöfnu álagi ).
Þol íþrótta menn nota þessháttar æfingar til að toppa fyrir keppnistímabil. En meiri hluta ársins eru þeir að æfa á lægra tempói sem byggir upp þol og styrk ( svokallaðar grunnþolsæfingar ).
Hversvenga ekki að æfa alltaf með interval þjálfun allt árið, þar sem hún virkar svona vel? Jú, líkaminn þolir það einfaldlega ekki, og menn þróa meðsér einkenni sem kallað er ofþjálfun. Sem felur í sér þunglyndi, síþreytu, máttleysi, svefnleysi, meiðsli og svo framvegis.
Þannig jú, intervöl VIRKA!. :D
En hinsvegar vill maður bara taka hvað jóa sem er beint af götunni og skella honum í hardcore interval æfingar? Gaurinn gæti fengið hjartaáfall, slitið vöðva, tognað illa og svo framvegis.
Þannig væri óábyrgt að _ráðleggja_ intervöl á línuna fyrir alla sem vilja brenna eins miklu og mögulegt er. En ef fólk þolir það er það hið besta mál og mörg tilbrigði og margar leiðir til í því dæmi.
Bætt við 28. september 2007 - 22:55 En hinsvegar vill maður
EKKI bara taka hvað jóa sem er, beint af götunni og skella honum beint í hardcore interval æfingar. Gaurinn gæti fengið hjartaáfall, slitið vöðva, tognað illa og svo framvegis.