Leiðin er einföld og hefur alltaf verið það, það er enginn galdur til, eins og þeir vita sem hafa reynsluna.
A) Bruni ( A1) hreyfing + A2) grunnbrensla í hvíld )
B) Minnkuð inntaka kaloría.
Gallin við megrunarkúra er að þeir leggja engöngu áherslu á B en á kostnað A2. Grunnbrennsla líkamans á það til að minnka eftir og á meðan megrunarkúr stendur. Sem sagt eftir hann þyngist fólk umfram fyrri þyndg, vegna varanlegrar breytingar ( ef ekkert er að gert ) á grunnbrennslu líkamans.
Sama hvað þú ætlar að gera þá er A augljóslega mikilvægasti þátturinn og A1 þá sérstaklega.
Það er hægt að lyfta ( A2 ) til að baktryggja sig, en það er brennir mjög litlu miðað við þolhreyfingu, eins og hlaup eða hjól ( löng sund koma líka til greina ).
Varðandi B þá er málið að lækka ekki kaloríu inntökuna svo að hún skerði getu þína til að hreyfa þig. Mikilvægara er að taka inn góða orku ( hollan mat og EKKERT!!! aulafæði eins og nammi og gos ).
Ef þú ert svona venjulegur íslendingur ( eða bar venjuleg manneskja ) ertu líklega að borða fullt af allskonar sulli og óþvera. Einbeittu þér að skipta honum út fyrir hollari fæðu. Þá ertu sjálvirkt búinn að losa þið við slatta af fitu sem mun leka af þér smátt og smátt.
Í ofanálag ( til að flýta fyrir og þó AÐALLEGA til að bæta heilsuna ) ættirðu að hlaupa eða hjóla ( eða synda ef þú fílar það best ) ( og veldu það sem þér þykir skemmtilegast ).
Til hliðar við þetta ættirðu að lyfta ca 1-3 í viku. 3 er nokkuð gott viðmið. En þú ættir að leggja áherslu á þolið ( kjarnan í brennsluprógramminu ) til að ná árangri. Of stýfar lyftingar geta gert þig máttlausan og orkulausan í þolhreyfingu.
Byrjaðu rólega og leggðu mesta áherslu á að halda prógramið, síðar muntu leggja áherslu á að lengja brennsluæfingarnar. ( Hinsvegar er best að reyna að lágmarka tíma inni í lyftingasölum ( vera fljótur að fara í gegn um prógrammið þegar þú ert þar - því sá tími fer oft í tímasóun og skilar illa sem hreinn æfingar tími - mikill tími fer að bíða eftir tækjum, fara á milli tækja, hvíla sig fyrir lyftur, fara úr og í ræktina og svo framvegis )).
Bottomline: Ekki borða viðbjóð! Út að æfa!