Ég er að spá í að líka segja bara eins og ég geri þetta.
Ég notaði lengi hreint kreatín. Á meðan ég notaði hreint kreatín, blandaði ég þessu bara í appelsínusafa, og hrærði saman í skeip, og hrærði alltaf aftur þangað til ég kláraði (svo það setjist ekki á botninn).
Ég veit ekki hvað er til í þessu með að sýrustigið sé of hátt í appelsínusafa til að það megi blanda því í það, finnst það frekar heimskulegt, en ég ætla ekki að koma með skítkast yfir það sem ég veit voða lítið um.
Ég hef notað appelsínusafa lengi lengi (og eplasafa), og hefur virkað mjög vel fyrir mig, það er aðallega þessvegna sem mér finnst þetta með sýrustigið heimskulegt, en jæja.
Núna um dagin keypti ég kolvetnaríkt kreatín. Ég keypti Muscle-Tech Cell-Tech Hardcore, með fruit punch bragði, þessvegna ætla ég að taka það fyrir.
Skammtar: Einn skammtur, eru tvær skeiðar (100 grömm samtals, 310 kaloríur). Meðan að ég er að hlaða, tek ég inn tvo skammta (semsagt 2x2 skeiðar). Og eftir hlöðun, tek ég einn skammt.
Hlaða (stack) fyrstu 5 dagana: Með því að hlaða, tek ég kreatínið tvisvar á dag. Ég æfi mánudaga, miðvikudaga og föstudaga. Mánudag t.d (æfing), tek ég einn skammt strax og ég vakna, svo tek ég næsta strax eftir æfingu (innan 45 mínútna). Dagana sem ég var ekki að æfa, tók ég inn strax og ég vakna, og svo 12 klst seinna.
Eftir “hlöðun”: Þegar þessir 5 dagar eru liðnir, þá tek ég bara einn skammt á dag, í staðin fyrir tvo. Þá daga sem ég fer á æfingu, tek ég bara strax eftir æfingu (líka innan 45 mínútna). Þá daga sem ég er ekki á æfingu, þá bara strax og ég vakna.
Strax eftir fyrsta skammtinn, þá fara 75gr að vinna í blóðrásinni.
Á bara nokkrum mínútum, byrjar líkaminn að bregðast við kreatíninu, og myndar innan vöðvanna, efni sem kallast GLUT4.
Hreyfing GLUT4 innan vöðva frumnanna, stækkar þær og vegna þess, geta þær tekið við meira magn af efnum.
Núna, er búið að undirbúa vöðvana fyrir “innkomu” kreatínsins í vöðvanna, og berst kreatínið á fullu inn í vöðvana, með hlut sem kallast “creatine transporter”.
Og já, ég eyddi svona klukkutíma eða meira í þetta svar, aðallega því ég var að lesa heila ritgerð um þetta kreatín, og kreatín almennt :) hehe.
Mér þætti vænt um að það yrði ekki komið með svar eins og “ertu heimskur?” eða e-ð álíka, því að ég hef ekkert lært í sambandi við þetta, var bara að lesa um þetta allt núna. Er bara áhugamaður á þessu stigi, en fer að fara í skóla og læra um þetta. Frekar að koma með leiðréttingu á kurteisislegann hátt, eða segja mér meira í sambandi við þetta, svo ég læri meira, im all about learning ;)