Ef þú finnur fyrir ‘línunni’ ef þreifar á handleggnum með fingrunum, þá þarftu fyrst og fremst að losa þig við fituna sem felur hana. Þá meina ég að lækka fituprósentuna. Farðu í mælingu ( fituprósentu ) og þá veistu hvar þú stendur. Settu þér markmið um að komast undir ákveðið stig, td fyir jól eða eitthvað. ( Hafðu það samt raunhæft. )
Ef þú finnur ekki almennilega fyrir þessari línu þarftu að vinna í að auka við vöðvana. Þú kannt það væntanlega. Bara vinna. ( Auk þess kannski að ákveða hlutfallið á milli reps og sets. )
Kíktu á:
http://www.t-nation.com/readArticle.do?id=651322Annars er þetta líklega alltaf blanda af báðu. Fituprósenta og uppbyggingu vöðva. En það er líklega ekki sniðugt að reyna að gera þetta tvennt í einu. Ég held að ég sé ekki að fara með neinar fleipur þó að segji að það sé líklega best að byrja á því að byggja upp, og svo smátt og smátt að draga niður fituprósentuna; og svo endurtaka. Langtíma árangur snýst mikið um að fara í gegn um svona hringi, þá meina ég að skipta tímabilum upp með áherslum á ólíka þætti; og alls ekki að reyna að gera allt í einu.