Þegar ég var 13 ára ætli ég hafi ekki veirð aðeins minni og svona um 40 kíló. Lengst framan af hafði verið of létt og smábyggð… En athugaðu að núna er mjög líklegt að þú farir að þynjast hratt og það er eðlilegt. Svo framarlega sem þú ert að borða eðlilega og hreyfa þig eðlilega þá er í lagi að þyngjast á þessum árum, samhliða því sem þú stækkar, færð brjóst, mjaðmirnar breikka og þannig. T.d. ef þú verður 160 cm þá er eðlilegt að þú verðir um það bil 50 kíló (plús mínus fimm eftir beinabyggingu, vöðvabyggingu o.þ.h.), svo það er óþarfi að vera hrædd um þetta… ef þú lifir heilsusamlegu lífi á ættirðu að vera ókei.