Ja, það er svo sem ekkert hættulegt, en eins og þú hefur tekið eftir sjálfur, þá er það talsvert vesen.
Mestöll hollusta eggjanna er í rauðunni.
Það eru einfaldari og örugglega bragðbetri aðferðir til að fá nægilegt prótein í fæðunni. Egg eru góð, segi ég sem mikill eggjaaðdáandi, en eggjahvítan ein sér er viðbjóður.
10 eggjahvítur eru yfir 100g af próteini. Vaxtarræktar- eða lyftingamaður um 90kg og 15% feitur þarf sirka 150g af próteini á dag. Borðarðu lítið annað en þessar eggjahvítur? Til hvers þarf maður 100g af próteini í morgunmat?
Ég er búinn að bæta á mig um 20kg af gæðamassa (og missa slatta af fitu) á 4 árum. Ég ét eingöngu venjulegan mat, hef smakkað próteindrykk 3svar í allt og aldrei étið eggjahvítu án rauðunnar. Það þarf ekki svona öfgar.