Teygðu vel á aftanverðum lærum og rassvöðvum. Jafnvel framanverðum lærum. En farðu varlega, hættu ef þú finnur til sársauka ( fínt að finna til óþæginda en ekki sársauka ).
Það má vera að þú sért með viðkvæmt bak, hryggskekkju, eða liðþófi hafi runnið til. Og það getur læknir einn skorið úr um.
En líklegast þykir mér að þú sért með veika maga og eða bakvöðva. Þessir vöðvar styðja við hrygginn og halda honum í réttri stöðu.
Ein leið til að sjá hvort þú ert með veika miðju er til dæmis að snúa hlið í spegil og slaka vel vöðvum og sjá hvort að naflinn renni út og myndi bumbu. Ef þú ert með svona potbelly þá þarftu að styrkja magavöðva ( sérlega innri magavöðvana ).
Í raun geturðu æft þig með því að reyna að toga naflann eins nálægt bakinu og þú getur. Sú æfing æfir magavöðvana sem er í raun eins og magabelti utan um líffærin og tengjast hryggnum ( ekki það sama og sixpack ). Það er alhyglisverð staðreynd að menn geta verið veika miðju þó þeir séu með sixpack. Því sixpackinn er hluti af ytri magavöðvum sem sjá ekki um að styðja við bakið.
Þú getur líka gert ‘brúar’ æfingar. Legstu á magan og farðu svo upp á olnbogana, með alveg þráðbeinan líkama. Reyndu að halda í mínútu, ef þú getur það ekki ertu með of veika miðju.
Leitaðu á netinu undir ‘core exercises’ eða eitthvað þess háttar.
Reyndu að sitja ekki of mikið og sitja rétt þegar þú situr.