að vera á tónleikum fer illa með heyrnina,… og margir eru að fara frekar illa með heyrnina í sér þessa dagana,… las einhverntímann að margir unglingar sem eru að nálgast tvítugt séu með heyrn á við miklu eldra fólk, sérstaklega lélega heyrn í hátíðninni (sem virðist oft fara fyrst held ég), heyrnin í hátíðninni er mjög mikilvæg fyrir að skilja talmál og fólk fer þannig að segja oftar ha!,…. fólk hlustar oft allt of hátt á tónlist með heyrnartólum t.d., ég hef heyrt að þessi litlu séu sérstaklega slæm sem maður stingur inn í eyrun því að þá myndast meiri þrýstingur í eyrunum eða eitthvað svoleiðis,.. semsagt notiði frekar stærri heyrnartól sem eru ekki alveg inni í eyrana (og auðvitað ekki spila tónlist svona sjúklega hátt heldur),… ég mundi heldur ekki fara á tónleika nema að vera með eitthvað í eyrunum eins og tappa sem fást í apóteki eða bómull eins og ég nota stundum þegar ég fer út á djammið, að vera nálægt hátölurum á tónleikum getur verið mjög varasamt,…. að lenda í því að fá suð þýðir að öllum líkindum að þú sért með einhverjar varanlegar skemmdir, ekkert sem þú ættir að taka eftir en samt sem áður ekkert sniðugt að stunda þetta ef þú vilt hafa góða heyrn í framtíðinni,… sumir hafa lennt í því að hafa varanlegt suð eftir einhverja tónleika (þó ekki algengt) en þú losnar að öllum líkindum við suðið fljótlega.