Ég er á leiðinni í slíka aðgerð en langaði að heyra reynslusögur frá öðrum hugurum, hvort sem það eru ykkar eigin reynslusögur eða annarra sem þið þekkið.
>Varstu sátt(ur) eða ósátt(ur) með árangur aðgerðinnar?
>Fórstu í aðgerð hjá Sjónlagi eða Lasersjón?
>Hvað varstu langan tíma að jafna þig að fullu?
>Nefndi læknirinn eitthvað neikvætt í sambandi við augun á þér þrátt fyrir að telja þig vera kandídat í aðgerð?
Sjálfur fór ég í skoðun hjá Sjónlagi og er á leið í aðgerð hjá þeim, hjá Jóhannesi Kára nánar tiltekið.
Hann sagði ekkert nema gott um augun á mér, eina neikvæða sem hann nefndi var hversu mikið sjáöldrin á mér geta stækkað, en sagði að það þýddi bara að meðhöndla þyrfti stærra svæði á augunu.
Ein aðalástæðan fyrir því að ég valdi Sjónlag var vegna þess að heimasíðan þeirra er svo margfalt betur hönnuð, uppsett, skrifuð og fagmannleg, sérstaklega í samanburði við Lasersjón síðuna sem er hræðilega ljót. Þetta virkar kannski yfirborðsleg leið til að velja fyrirtæki en þetta voru jú mín einu kynni af þessum fyrirtækjum fyrir skoðun.
Endilega segið frá ykkar reynslu og skoðun af þessu, bæði jákvætt og neikvætt.