Mig vantar hlaupabretti. Notað. Á einhver þannig sem hann/hún vill losna við? Ég er ekki neitt voðalega rík, þannig að það má ekki kosta ALLT of mikið.
Þú getur stjórnað öllu þessu úti. Ég skil ekki hvernig þú ættir ekki að geta stjórnað þínum eigin hlaupahraða úti, upphækkun fer bara eftir því hvaða leið þú velur, ég skil heldur ekki hvernig þú getur ekki ákveðið tímann útí og hvernig ætlaru eiginlega að stjórna hjartaslættinum þínum með hlaupabretti?
Á hlaupabretti eru oft nemar sem nema hjartsláttinn. Ég veit því miður ekki hversu brattar brekkurnar eru í hverfinu mínu, sé heldur ekki hvernig ég ætti að mæla þær…
Ég meina ég vil geta fylgst með hverslu marga kílómetra á klukkustund ég hleyp hvert skiptið. Ég vil geta skipt á milli 8kmph og 10kmph. Ef fólk hefur ekkert betra að gera en að setja út á það að ég vilji hlaupabretti af því að það hefur að mínu mati fleiri kosti en að hlaupa úti, þá skuluð þið bara eiga það við ykkur sjálf.
Mér finnst hinsvegar að allir sem stunda hlaupabrettin af krafti hafi gott af því að skokka úti af og til, sérstaklega þegar veðrið er jafn gott og í sumar! Hlaupabrettin geta nefnilega verið villandi varðandi t.d. hlaupaþol, það er allavega mín reynsla.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..