tók lórítín töflur í heilt sumar og þær virkuðu eiginlega ekkert á mig.
ef þú ætlar að fá lyf án lyfseðils… þá er hægt að fá 20mg Kestine ( ekki 10mg eins og flest lyfin eru) fínt að kaupa nefúða líka og taka hann með (Livostin heitir þessi sem ég fékk í apótekinu)
..og svo er líka hægt að fá lyfseðilskyld lyf ef ekkert virkar fyrir þig
Bætt við 8. júlí 2007 - 13:56 læknir sagði mér að líka að sofa með lokaðann glugga og ef þú ert mikið úti - skipta oft um föt því frjókornin berast með þér. reyna að forðast þau mikið meðan frjókornatímabilið er hæst
ég get nú bara ekki tekið nein af þessum lyfjum ég verð svo þreytt en ég veit bara ekki hvort er betra að vera alltaf þreyt eða vera með ofnæmi allavegana er bæði ógeðslega böggandi
dont let the fear of striking out keep you from playing the game
Í fyrsta lagi, þá mæli ég með að þú ræðir við lækni um ofnæmislyf. Þar sem læknar hafa meiri þekkingu en hugarar á lyfjunum, og verkunum þeirra. Ég notaði hins vegar lengi lyfið teldanex við frjóofnæmi, með góðum árangri. Eftir að það var tekið af markaði hér, þá notaði ég kiestine, og það var ágætt líka. Ég hef reyndar ekki fundið mikið fyrir ofnæminu, síðustu 2 ár. Kveðja habe.
Það er bara lóratín tvisvar á dag á sumrin. Persónulega virðist ég vera kominn með ónæmi fyrir þessu undralyfi en þá kemur nefúði vel að gagni. Síðan er gott að þvo sér úr hárið og hendurnar alltaf þegar maður hefur verið úti en er komin/n inn og finnur samt fyrir miklu ofnæmi.
dftpnkezln: For all of you reporting a score more than 100 as you iq lol @ you. How can you possibly score more than 100%?
Er Telfast til hér á landi? Keypti það í Nýja-Sjálandi en hef aldrei tekið eftir því hér… Annars hef ég prófað Lóritín, Klaritín, Histasín og Telfast og ekkert af þessu virkar á mig :( Samt var Telfast skást.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..