Síðasta sumar fékk ég sumar ofnæmi í fyrsta sinn. Ég er ekki búin að fara til læknis og láta greina það, en mér finnst eiginlega of augljóst að þetta sé ofnæmi. Ég veit ekki hvort þetta sé fyrir grasi, fífum, birki eða hvað. Hingað til er ég búin að nota histasín, en síðastliðna viku eða svo er það ekki að virka nógu vel. Hvernig er það, þegar þið fáið ofnæmi og notið lyf, finnið þið SAMT einkenni eða halda lyfin þeim alveg niðri?
Ég nota bara lyf þegar ofnæmið er mjög slæmt eins og óþægilegur kláði í gómi, útbrot, kláði í augum og mikið nefrennsli. Annars hefur þetta flest allt bara elst af mér.
Það er líka mjög gott að umgangast yfir höfuð ekki staði sem hafa mikið af frjókornum allt í kring, t.d. er betra að fara á hótel heldur en að tjalda. Tjaldferð getur orðið algjört helvíti ef maður er með frjókornaofnæmi.
nah, ætli það sé ekki gáfulegra að fara til ofnæmis-læknis og fá húðpróf. Flest ofnæmislyf virka best ef þau eru tekin þétt, þ.e. á hverjum degi (hversu oft á dag fer eftir lyfinu). Oft þarf fólk að prófa sig áfram með hvaða ofnæmislyf (antíhistamín) hentar því best, sum duga ekki á meðan önnur valda syfju og sljóleika. Yfirleitt er talsvert ódýrara að hafa lyfseðil fyrir ofnæmislyfinu, þannig að ef þú dettur niður á lyf sem hentar þér myndi ég fara til læknis og verða mér útum lyfseðil.
Mig minnir að Lóritín sé ofnæmislyf sem systir mín þurfti að bryðja þegar hún fékk ofnæmi fyrir einhverju. Kláðastillandi og eitthvað þannig sukk. Annars veit ég ekki, ég hef aldrei verið með ofnæmi fyrir utan smá roða út af sumum plástrum. Þvílíkt hættulegt (!).
Af því þetta er ofnæmisþráður (og af því ég veit ekkert um ofnæmislyf :P) langar mig að spyrja að einu … Hefurðu farið í ofnæmispróf og er það eitthvað flókið?
Ég er með ofnæmi sem er svo vægt að ég hef ekki einu sinni nennt að pæla í lyfjum. Má bara ekki sofa með dúnsæng eða eyða of löngum tíma í koddadeildinni í Rúmfatalagernum og þá er ég í góðum málum :)
Ég hef ekki farið í þannig… spurning með að skella sér =) En það eru sett ofnæmisvaldandi efni á höndina og ýtt inn með lítilli nál. Ef það kemur roði eða bólga eða eitthvað ertu með ofnæmi fyrir viðkomandi efni.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..