Ég hef góða reynslu af sundi, synti á hverjum degi í 5 mánuði þegar ég var að grenna mig (síðustu tvo mánuðina fór ég vanlega tvisvar á dag) ég tálgaðist mikið niður (varð skornari) Þú færð ekki almennilega brjóstvöðva í sundi en einhverja þó, magavöðvarnir styrkjast líka að sjálfsögðu en það sem stóð uppúr öllu var að bakið bókstaflega blés út. Þar að auki færðu sterkar axlir. (Synti að meðaltali 1250 metra í hvert skipti) 10 ferðir bringusund, 5 baksund, 5 flugsund og 10 skriðsund. (í þessari röð)
Þegar ég byrjaði náði ég 50 metra skriðsund á 1 mín og 11 sekúntum og þegar ég mældi eftir 5 mánuði náði ég best 31 sekúntu :)