Smá aulaspurning handa mössunum hérna.

Þegar maður er að lyfta, segjum biceps, þá er gott að taka sett þangað til að maður fær þennan þægilega sársauka í vöðvan sem er eins og hann sé að rifna, og lyfta svo aðeins meira en það, því þá er maður að ná hámarks “tearing” eða rifnun vöðvans, sem að prótein bæta svo upp og gera hann stærri.

Þetta er rétt ekki satt?


Vandamálið er, að þegar ég er að taka brjóstkassan, finnst mér ég aldrei ná nógu mikilli einangrun á hann þannig að sú tilfining skjóti upp kollinum.
Hann er samt sem áður að stækka á góðum hraða, bara ekki eins hratt og ég myndi vilja.

Kannast einhver annar við þetta?
Og, er einhver með góðar dumbell æfingar fyrir kassann?