Ekki miðað við hvernig margir nota þetta. Hjá mörgum kemur þetta í staðinn fyrir fæðu þegar þetta á að vera viðbót eða fólk er að háma í sig næringarefni sem það þarf ekki. Fæðubótarefni eru fyrst og fremst þægindi þar sem fæstir hafa tíma til að tryggja að þeir fái öll næringarefnin úr fæðu eða hafa ekki tíma til að útbúa fæði við hæfi. Í flestum tilfellum er ekki verið að auka árangur. Í sumum tilfellum aðstoða efnin þig við að ná árangri hraðar, en þú gætir náð honum án þeirra (kreatín til dæmis). Þannig að þú ert í mesta lagi að hraða árangri en ekki að auka hann. Þá er ég að sjálfsögðu að ekki að telja með sértilfelli, svo sem sjúklinga o.s.frv.
Ég hef haft það á tilfinningunni að þeir sem eru í líkamsrækt af einhverjum hégóma eiga það til að hlaða í kringum sig duft dollum, í sífelldri leit að hraðari leið. Ég hef séð þetta gerast hjá allt of mörgum einstaklingum, á endanum eru þeir engu betri en anórexíusjúklingur nema hvað þeir eru farnir út í anabólíska stera í duftformi, svo bola eða sprautur.
Málið er að þetta tekur tíma (það er engin að færa bæta á sig mikið meira en 100gr af vöðvamassa á viku nema með óhollum leiðum) og ef menn eru að stunda líkamsrækt sem hluta af einhverjum lífstíl þá ætti tími ekki að skipta þá höfuð máli, þeir hafa nægan tíma.
Ég er á móti þessu vegna þess að almennt er fólk ekki að nota þetta rétt, þá sérstaklega fólk sem er ekki að stunda vaxtarækt eða kraftlyftingar af kappi og er að nota þessi fæðubótarefni.