Fyrir heilbrigt fólk er það í góðu lagi. Hins vegar er ákveðin hópur fólks, gamalt fólk þá helst, sem ætti að varast að sitja lengi. Þetta er vegna þess að æðar klemmast saman og blóðið hættir að renna, þá getur blóðið storknað og myndast blóðtappar. Þetta stöðvar svo blóðflæði til limanna (í þessu tilviki fótanna) og það getur valdið drepi. Auk þess getur blóðtappinn flust með æðunum í hjartað og valdið hjartastoppi sem er stórhættulegt.
Þetta er ástæðan fyrir því að gamalt fólk ætti alltaf að vera duglegt að hreyfa fæturnar, standa upp o.s.frv. þegar það er að fljúga á milli landa t.d.