Áður en þú ferð að vaða útí einhver kaup á rándýru fæðubótarefni, hvernig væri að reyna að kynna sér hlutinn örlítið.
Hálf asnalegt að vera búin að kaupa sér heilan dúnk, pillur og junk og vita síðan ekkert hvað þú átt að gera við það.
en vinkona min sagði..
WHAT?!
Keyptir þú þetta algjörlega með lokuð augun? Spurðir þú þann sem seldi þér þetta ekki neinna spurninga? Hefurðu einhverja hugmynd um hvað þú ert að anna útí?
er einhver hér sem hefur verið á herbalife, væruði til í að lýsa þessu fyrir mér, hvað það er sirka langt í að maður fer að grennast, og hvernig virkar þetta? :D
Ja, ef að þú ferð bara að éta einhverja sjeika og pillur og ekkert annað þá áttu líklega eftir að horast tiltuglega hratt, ég skil þó ekki að það sé útlit sem að einhver sækist eftir.
Skokk/hjólreiðar/göngur 2-3 á viku, lyftingar 3 á viku, hollt mataræði og mikið vatn.
Einfalt en erfit.
Engar pillur og sjeikar og skyndilausnir.
Þær gætu hjálpað þér eitthvað örlítið við að ná þínum markmiðum, en þetta er vísa sem verður aldrei of oft kveðinn:
FæðuBÓT! Ekki uppistaða mataræðis þíns!
Annars vill ég óska þér góðs gengis í baráttu við aukakílóin, bara ekki búast við að geta keypt lausnina í dós.