Já, þú gætir fengið krabbamein. Ef ekki brjóstakrabbamein þá eitthvað annað. En það eru
allir í hættu á því að fá krabbamein, þú ert kannski í meiri hættu ef fleiri skyldmenni en móðir þín hafa fengið krabbamein, þ.e. þetta gengur í erfðir. En það er engin ástæða til að hafa áhyggjur af því, það er nóg að vera bara meðvituð um möguleikann og þá er hægt að gera ýmislegt til að fyrirbyggja krabbameinsmyndun. (sjá meira hér:
http://www.doktor.is/Article.aspx?greinid=1254)
Hinsvegar ert þú það ung að það eru enn afar litlar líkur, þegar þú verður eldri verður þér kennt að þreifa á brjóstunum á þér til að leita af hnúðum (hugsanlegum æxlum), og svo þegar þú verður enn eldri ferð þú reglulega í skoðanir til læknis.
En enn og aftur, engin ástæða til að verða stressuð yfir þessu.