Sælir.
Ég var að velta því fyrir mér þegar ég sá þetta um daginn í ræktinni og spurði afgreiðslu stelpuna hvað hún vissi um þetta og þá kom í ljós að þetta sé mikilvægur þáttur fyrir þá sem stunda ræktina, ég ákvað að fá mér einn skamt af þessu og hún varaði mig við því að þetta væri ógeðslegt á bragðið.
Ég sem get drukkið hvaða staup sem er hlustaði væntanlega ekkert á hana og tók þennan sora í einum sopa, og án djóks þá bragðaðist þetta eins og æla.
Svipað og þegar þú ert allveg að fara æla en kingir því svo. Fyrir utan það að þetta var fljótandi vökvi gæti ég allveg trúað því að þetta sé eða var æla…
en allavega veit einhver hvort að þessar svokölluðu aminósýrur sé rosa mikilvægur þáttur í hreyfingu og hvort hann sé til í einhverju öðru formi en vökva, t.d mat?