Veit ekki hver þitt líkamlega form er eða virkni en númer eitt í að brenna fitu er fyrst og fremst mataræði. Það er alveg sama hvað þú hamast mikið í ræktinni ef þú breytir ekki mataræðinu. Þú þarft að vera að innbyrða færri kaloríur yfir daginn en líkaminn brennur. Því ættirðu að finna út hversu mikið af kaloríum líkaminn þinn þarf daglega byggt á hæð, þyngd og fituprósentu og borða 300-500 kaloríum undir viðhaldsmörkum. Einnig er gott að finna út ca. hversu mörg grömm af prótíni, kolvetnum og hollri fitu þú þarft að borða daglega, helst í hlutföllunum 40/40/20.
Svo er nauðsynlegt að borða a.m.k. 5-6 sinnum yfir daginn, og reikna út hversu margar kaloríur og prótein hver máltíð skal innihalda.
Númer tvö er hreyfing, og þar eru lyftingar (resistance training) efst á lista. Þú brennir 95% af öllum kaloríum þegar þú hvílir þig og sinnir daglegu amstri og því mun meiri vöðvamassi skipta mestu máli. Þegar þú lyftir þá gefurðu auk þess líkamanum þínum frekari ástæðu til þess að halda í vöðvamassann sem þú hefur, auk þess að örva vöðvana til að brenna meira eftir að æfingu er lokið. Almennt séð geturðu ekki byggt upp vöðva eða styrk ef þú ert að neyta færri kaloría en þú notar, en ef þú ert byrjandi (sérstaklega “feitur” byrjandi) er líklegt að þú bætir á þig vöðvamassa og styrk þó kaloríuinntaka þín sé undir viðhaldsmörkum. Einnig er gott að fókusa kolvetnainntöku aðallega í kringum æfingar, fyrir og eftir, svo vöðvarnir fái nægilega orku og næringu fyrir átökin og til að jafna sig eftir á. Í lyftingum ertu að reyna að ofhlaða vöðvaþræðina og sjokkera, og því er mikilvægt að þeir fái rétta næringu og hvíld eftir á til að jafna sig almennilega.
Síðast í forgangsröðuninni er cardio, eða brennsluæfingar svosem hlaup og annað í þeim dúr. Þetta er að sjálfsögðu mjög gott að stunda en ef þú hefur ekki tíma fyrir þetta allt skaltu láta þetta mæta afgangi. Þú græðir margfalt meira á því að lyfta bara þar sem það brennir mun meira á heildina litið en 20-60 mín. á hlaupabrettinu.
En eins og áður skiptir næringin langmestu máli. Allur tíminn og fyrirhöfnin fer fyrir lítið ef þú tekur þig ekki á í þeim málum.
Ef þetta virðist of flókið eða of mikið þá skaltu spyrja þig hvort þú hafir raunverulegan áhuga á því að skera þig niður. Þetta er langbesta leiðin til að gera þetta.
Svo mæli ég með að þú tékkir á
http://forums.johnstonefitness.com til að fræða þig betur og gerir þig mótiveraðri fyrir þessu.
Ég vona að þessi póstur hjálpi einhverjum þó ég er viss um að einhverjir hristi bara hausinn og finnist þetta allt of mikið á sig lagt :)
Þetta er eingöngu spurning um hversu mikið þig langar að komast í gott form, og ef þér er alvara með það er mikilvægt að vera vel upplýstur og viljugur að leggja á sig það sem þarf.