Skrýtið, ég fæ íllt í bakið ef ég sef á því, ef ég sef á hliðinni (sem er oftast) þá er ég alltaf góður daginn eftir.
Hvar í bakinu er verkurinn? Ef þetta er ofarlega, nálægt hálsi, er líklega að koddinn sem þú ert með henti þér ekki.
Ef þetta er í mjóbakinu getur verið að þetta sé alls ekki svefnstöðunni að kenna, bara vöðvarnir þar sé slakir, þá næli ég með maga æfingum í tæki þar sem maður svegir mjóbakið í báðar áttir.
Ef þetta er allt bakið almennt þá getur verið að þetta sé dýnan, sem þarf þá að skipta út, getur talað við fólkið við Svefn og heila eða í Betra bak, þau eru sérfræðingar í þessum málum.
En ef lausnin er bara að liggja ekki á maganum er eitt sem virkar og er alls ekki svo vitlaust, þá saumaru 1 eða 2 tennisbolta framan á bol, og sefur í honum, þannig að það sé óþægilegt að liggja á maganum, þá heldur líkaminn sér á annari hlið en þessari meðan þú sefur.
„It is not worth an intelligent man's time to be in the majority. By definition, there are already enough people to do that.“