Langar að byrja að hreyfa mig aðeins meira núna í sumar. Hef verið að æfa íþróttir síðan ég var lítill strákur en alltaf verið sami mjói sláninn, svo ég ætla að einbeita mér að vöðvauppbyggingu.
Veit bara ekkert hvernig ég á að byrja. Ég borða tiltölulega hollan mat, er búinn að minnka nammiát um heilan helling og ég drekk ekki gos (fyrir utan egils kristal). Samt borða ég alltaf lítið, hef litla matarlyst. Borða semsagt hollt en lítið, og það er auðveldara sagt en gert að borða bara meira(allavega hjá mér).
Ókei, ég veit að ég á að borða mikið prótein ef ég ætla að byggja upp vöðvana, og ég veit vel hvaða matur eru próteinríkur en mín spurning er hvort að þetta ódýra prótein sem maður kaupir útí búð virki eitthvað? Svona týpískt duft með súkkulaðibragði sem maður kaupir úr heilsuhillunni. Er að spá í að kaupa mér þannig en langar fyrst að heyra frá ykkur… hvaða próteindrykkur er bestur að ykkar mati?
Hvernig æfi ég svo brjóstvöðvana? Langar að leggja mest uppúr brjóstvöðvunum, upphandleggsvöðvunum og bakinu. Einverjar æfingar sem ég get gert heima sem æfa brjóstvöðvana? Armbeygjur var mér sagt en ég finn mest álag í upphandleggsvöðvunum af þeim.
Gæti einhver komið með svona basic prógramm fyrir mig? Langar að æfa sirka 4 sinnum í viku, og mig langar að blanda sundi inní þetta því mér finnst gaman að synda.
Ég er alls enginn byrjandi í íþróttum, ég er í góðu þoli en líkamlega ekki nógu sterkur. Einhverjar ráðleggingar?
Bætt við 13. maí 2007 - 18:58
Svona í grófum dráttum þá er ég að reyna að byggja upp vöðvana og reyna að borða meira.
og ég er til í að taka verulega á!