Ég fékk hrikalega flensu núna í síðustu viku. Lá bara upp í rúmi fyrstu 4 daganna og borðaði 1 og hálfan banana fyrstu þrjá dagana. Allt sem ég borðaði staldraði líka stutt við hvort sem var.
Ég missti 9kg, fór frá 105 niður í 96kg. Fór að lyfta í fyrsta sinn í gær eftir viku frí og ég gat ekki rassgat, fór aftur og í dag og gat eitthvað smotterí.
Varla missir maður á besta aldri mikinn vöðvastyrk út af 7 daga flensu? Er líkaminn ekki bara að jafna sig og að koma jafnvægi á hlutina aftur. Ef þessar tvær æfingar eru vitnisburður um líkamsástandið sem ég er í núna þá hef ég misst um 6 mánaða vinnu á þessari viku og tapað um 20-30% líkamstyrk.
Ég verð annars mjög sjaldan veikur.