Þú varst bara með óþarfa skítkast. Fólk gerir mistök, það þýðir ekki að það sé heimskt. Bara af því manneskjan sem gerði þráðinn hafði ekki rétt fyrir sér gefurðu í skyn að hann/hún sé hálfviti.
Af hverju getur maður ekki gert mistök ef maður hugsar? Er maður bara heimskur ef maður gerir mistök? Það var það sem ég sá úr svarinu þínu og ég vona innilega að ég hafi verið að misskilja þig.
Þú hljómar ennþá eins og þér finnist allir sem eru ekki fullkomnir heimskir.
Það er ekkert slæmt við að gera mistök annað slagið. Maður á ekki að þurfa að hugsa vandlega fyrir allt sem maður gerir eða segir, þá væri heimurinn hægur og leiðinlegur.
Já, ég lenti einu sinni í því að lesa þetta vitlaust, var að skoða M&M poka og sá eitthvað 2000 Kj í 100g. Ég fékk vægt sjokk…svo skoðaði ég pokann aðeins betur og fattaði ruglið:)
Kílójúl er orkueining, en kílókalóríur(kcal) er það líka. Kcal er sú orka sem að þarf til þess að hita eitt kíló af vatni um 1°c eða 4,186 Kj(sem er eðlisvarmi vatns).
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..