Ég er núna búin að vera með stanslausan verk undir herðablaðinu í 3 daga. Ég er búin að taka 400 mg íbúfen sem hafði engin áhrif. Ég er búin að reyna að nudda þetta sjálf og svo láta vini míni nudda mig. Ekkert gengur.
Þetta er verst þegar ég sit, sem er slæmt því ég er í erfiðustu prófunum næstu daga og þarf líklega að sitja mikið og læra. Þetta hverfur nærri því alveg þegar ég ligg svo ég get alveg sofið (sem betur fer!) en þetta er farið að trufla mig í prófum.
Ég hef fengið svona áður en þá fór þetta eftir að ég stalst til að fá mér eina voltaren rapid. Ég á ekkert nema þrjár töflur af 200 mg íbúfeni.
Á einhver góð ráð við þessu?