Ég fæ allt í einu rosalegan verk í öxlina, stingur alveg svona undir herðarblaðið og upp úr öxlinni (ekki á hliðinni en svona inni í henni, hliðina á viðbeininu).

Ég hef oft fengið þennan verk áður ef ég hleyp mikið, svipað og hlaupastingur, nema í herðarnar… Verkurinn lýsir sér í raun þannig að… Tja ef þið getið ímyndað ykkur að það hafi verið rekinn prjónn niður á öxlina á ykkur og hann er fastur undir viðbeininu, og hann hreyfist til þegar þið labbið…

Málið er nefnilega að þetta kemur aðallega þegar ég labba, en ég finn ekki mikið fyrir þessu þegar ég hleyp (kannski vandist ég þessu bara..)
Þetta kom í gær fyrst, ég hef nýlega hætt að stunda körfubolta og farið út að skokka daglega síðustu 4 daga til að koma mér í form í sumar, ég fékk verkinn eftir hlaupið fyrsta daginn (fæ hann oft eftir mikla hreyfingu) og svo kom hann 2 dögum síðar þegar ég labba og hefur verið síðan þá…

Veit einhver hvað þetta gæti verið?