http://www.epinions.com/NVE_Yellow_Swarmþetta er líklegast þetta, svokallaður stacker, 200mg koffín og 25 mg effedrín. Effedrín virkar eins og spítt nema þú færð enga vímu út úr því. Bara líkamleg áhrif eins og aukin orka, hraðari hjartsláttur og fleira.
Mæli ALLS ekki með þessu ef þú hefur háan blóðþrýsting eða í áhættuhóp með heilablóðföll og hjartasjúkdóma þar sem þetta fer verra heldur en amfetamín með æðakerfið þar sem það virkar nær eingöngu á adrenalín mótaka í líkamanum.
Amfetamín/methamfetamín er búið til t.d úr effedríni og það er ein ástæðan fyrir að það er bannað. Auk þess þá eru aukaverkanir sömu og flestra amfetamínskyldra lyfja. Getur valdið kvíðaköstum og allskonar veseni, vinkona mín vaknaði í kvíðakasti og fór upp á spítala daginn eftir að hafa tekið eina svona. Svo einn annar strákur sem ég þekki sem fékk hjartaöng sem er þegar hjartað fær ekki nóg súrefni og lýsir sér sem sárum sting í brjóstkassann.
Effedrín og koffín er ein besta leiðin til að brenna hraðar (aspirin, effedrín, koffín enþá betra og enþá varasamara). Ein og sér þá gera þau ekki mikið en þessi blanda eykur mjög metabólisma líkamans en hinsvegar þá var það bannað að því að fólk var að fá slög og hjartaáföll sem voru rakin til effedrínsins.