Loftháð (aeróbísk) þjálfun er sú sem fer fram undir þeim mörkum að mjólkursýra fari að safnast fyrir í vöðvunum. Við þau mörk fer verulega að hraða á púlsi og andardrætti (maður mæðist).
Þetta gerist all snögglega við ákveðin áreynslumörk (anaerobic threshold) sem er þó mismunandi eftir hreyfingu. Td eru þolmörkin hærri á hlaupum hjá hlaupara en hjá sundmanni þó að sundmaðurinn hafi jafn gott þol. Öfugt ef þolmörkin væru mæld á sundi (það er mjög erfitt).
Flestir geta gengið á 6km hraða án þess að fara yfir loftfirrtu mörkin. Þeir sem skokka reglulega geta skokkað á 10-12km hraða,, jafnvel 15, án þess að fara yfir þau mörk og góðir langhlauparar geta hlaupið nokkuð hratt, allt að 20km á klst loftháð.
Enginn getur hlaupið spretthlaup ( yfir ~20km/klst) loftháð. Þá þarf alltaf að fara yfir mjólkursýrumörkin.
Í næstum öllum íþróttum fara fram hreyfingar fram yfir mjólkursýrumörkunum, tiltölulega stuttir sprettir. Þá þarf að fara hægar á milli til að brenna mjólkursýrunni, annars þarf að hætta.
Þumalfingursreglan er: ef þú mæðist, andar hraðar og hraðar, ertu yfir mjólkursýrumörkunum.
Þrekþjálfun yfir mjólkursýrumörkum með hægari hvíldarþjálfun á milli (sprettir, stöðvaþjálfun) er gagnlegust til að auka þol í íþróttum og til að brenna fitu.
Þolþjálfun undir mjólkursýrumörkum (skokk, taebo, eróbikk) gagnast helst í þolíþróttum eins og langhlaupum, hjólreiðum, skíðagöngu. Hún reynir ekki eins á líkamann og gagnast því líka til fitubrennslu, en þó miklu síður en þrekþjálfun eða lyftingar.