Fyrir mann þjálfun þá er hlaup á hverjum degi alveg í lagi. Kannski ættir þú að hafa mismunandi álag eða lengd milli daga. Bara að hlaupa eins dag eftir dag getur orðið býsna leiðinlegt. Taka kannski 2x í viku fartleik (hratt hlaup og skokk til skiptis), taka einn mjög langan dag (90+ mín) í viku, tvo mjög létta daga (30-40 mínutur rólega) og svo 1-2 40-60 mínutna rösk hlaup.
Svo eru brekkusprettir alger killer fyrir þolið, þá finnur þú þér 200-300m brekku hleypur hratt upp og skokkar svo aftur niður… kannski 2 sett af 6 sprettum. Þessi æfing getur verið ótrúlega erfið.
Ef þú treður fartleikjum og brekkusprettum inn í þetta er 1 hvíldardagur alls ekki vitlaus hugmynd.
Mán skokk 40 mín
Þri fartleikur (stuttir hraðir sprettir)
Mið skokk 60 mín
Fim fartleikur (langir semi-hraðir sprettir)
Fös brekkusprettir
Lau langt skokk 90+ mín
Sun hvíld eða mjög létt skokk
Ekki beint byrjendaprógram samt