Ég er með smá vandamál. Mér líður oft eins og ég sé með stíflað nef, eða eitthvað smá kvefuð, og svo fæ ég blóðnasir á næstum hverjum degi. Samt ekki þannig að það fossi úr nefinu á mér, bara svona smá.
Ég var þannig þegar ég var lítil að ég var alltaf með blóðnasir og það var verið að pæla í að brenna fyrir einhverja æð, en svo óx ég bara upp úr þessu. Ég hef einu sinni tekið svona tímabil þar sem ég er alltaf með blóðnasir síðan ég óx upp úr þessu og það var þegar ég fattaði að ég er með ofnæmi fyrir dún. Þá hafði ég sofið með dúnsæng frekar lengi.
Ég er nokkuð viss um að ég er búin að losa mig við allan dún úr herberginu mínu svo þetta er ekki það. En getur verið að þetta sé eitthvað ofnæmi? Ég á kött, tegund sem fólk með ofnæmi er oft ekkert svo viðkvæmt fyrir. Ég vona innilega að ég sé ekki að fá ofnæmi fyrir henni!
Einhver sem hefur lent í svipuðu? Á ég kannski bara að kíkja til læknis?