Gengur út á það að sleppa öllu kolvetni. Sem er of öfgafullt, það er nóg að sleppa sykri sem er að finna í kökum, kexi og nammi, fransbrauð og annað sem er með einhverju ofurmagni af hvítum sykri eða bara sykri almennt.
Það fer eftir þyngd hvers og eins hversu mikið maður missir á viku. Það er eðlilegt að manneskja sem er 120 kg missi 5 kg(?) á viku með því að sleppa kolvetnum, en manneskja sem er 50 kg hugsanlega ekki neitt.
Það er langtum betra að temja sér hollan lífstíl, borða hollt og hreyfa sig en að reyna að fylgja einhverjum megrunarkúrum út í eitt. Hreyfing ætti að vera mikilvægari en einhverjir kúrar því að þá kemst glaðaefnið um heilann og við fáum útrás fyrir streitu, auk þess sem við brennum fáeinum kaloríum.