Það er mjög gott að blanda þetta í t.d. Fjörmjólk eða léttmjólk (drekk sjálfur fjörmjólk með þessu) og jafnvel skella einhverju út í drykkinn, t.d. klökum, jarðaberjum eða einhverjum ávöxtum sem þykja góðir.
Hversu oft fer bara eftir því hvað þú ert að gera.
Gott að taka einn svona beint eftir æfingu til að fá prótein eins fljótt og hægt er eftir æfingu (og jafnvel kolvetnadrykk fyrir eða á æfingu til að auka orku).
Mass factorinn var t.d. 300 ml á móti 6 skeiðum að mig minnir, og tekið inn 1-2 á dag, whey protein venjulegt, 2-4 að mig minnir.
Ekki taka þetta fyrir rétt fyrir æfingu því það væri rétt eins og að borða fulla máltíð fyrir æfingu og gæti einfaldlega gert þig fljótt bumbult.
Helgar, alveg það sama. Vöðvarnir eru ekki að stækka þegar þú lyftir heldur þegar þú ert í hvíld frá áreynslunni (og tekur yfirleitt 2-4 daga að ná fullum bata) svo það er gott að koma sér í rútínu í þessu, taka sama magn alltaf inn á hverjum degi, svo líkaminn fái alltaf nægt prótein meðan vöðvarnir eru að jafna sig.
Kveðja
ViceRoy