Ég er að tala um að klára venjulega hverja æfingu, hita upp (eða taka fyrsta sett bara létt) og klára síðan settin fjögur, en muna að hvíla á milli setta!
Þyngja hægt og rólega á í rauninni við um bæði. Ef ég tek bekkpressuna sem dæmi, þá á ég við að taka hana :
8x 30kg
8x 35kg
8x 40kg
8x 45kg
Þarna myndi ég álíta æfinguna búna, þó svo að það sé hægt að hafa þetta öðruvísi og taka fyrst létt og hafa síðan síðustu 2 eða 3 settin í sömu þyngd (ég tók bara einhverjar þyngdir, þú veist best hvað þú getur sjálfur).
Svo mæli ég einnig með því að þyngja á milli æfinga, kannski á hverri viku á meðan þú ert að byrja og þyngdirnar hækka mjög ört (fyrstu mánuðina venjulega) og bæta þá þyngd við hvert sett en hækka eins, t.d. taka efri æfinguna í viku 1 en fara svo í :
8x 32,5kg
8x 37,5kg
8x 42,5kg
8x 47,5kg
En þetta fer bara eftir því hvernig þér gengur við að hækka þyngdir.
Það er hægt að lyfta á svo marga vegu að það er ekkert hægt að mæla með einni sérstakri aðferð. Ég mæli með því að þú finnir eitthvað sem þú fílar en ef þú ert á eftir stækkun þá virkar það best að lyfta þyngra og fækka reps.
Ég persónulega tek flestar æfingar með því að hita vel upp og fara svo í ca. 75-90% þyngd af maxinu mínu og geri 3 sett af 5 reps. Enn og aftur, reyndu að finna eitthvað við þitt hæfi og borðaðu rétt, getur ekki klikkað ;)