eins og ég segi þá á hún eftir að taka út fullan þroska enn og hlutföllin eiga eftir að breytast.
Ég er stelpa og ég er með brjóst. Þau eru í stærri kantinum. Þegar ég var yngri, 14 ára sirka, þá fannst mér það hræðilegt. ég var stelpan með stærstu brjóstin og það var ömurlegt. EN síðan breytast allir í kringum mann, hinar stelpurnar fá stór brjóst, jafnvel stærri og maður fór að falla í hópinn og sjá hvað maður var heppin að hafa þó barm. Ég kemst ekki í öll föt vegna þess hvað ég er með stór brjóst, ég hef þurft að fara fúl út úr mátunarklefa, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar en það bara hluti af því að vera kona. Konur hafa brjóst og konurh afa stór brjóst. Jú, það koma bakverkir og leiðindaverki í axlinar og bakið, en þannig er það nú bara. Brjóstin eru eins og allt annað í fari okkar kvenna, við þurfum að sættast við þau svo að við getum verið ánægðar með útlitið og einhverjar aðgerðir er ekki leiðin. Manneskja sem þrárir alltaf það sem er hinumeginn við ána getur aldrei verið hamingjusöm, þess vegna verðum við að læra að sættast við líkamann eins og hann er.
Það komu tímabil þegar ég var yngri sem ég vildi helst skera þetta af. Fara í brjóstaminnkun, af hverju? Vegna þess að ég var öðruvísi og féll ekki í hópinn.
Nær væri að benda á brjóstahaldara sem styðja betur við bakið, nota brjóstahaldara með breiðari ólum og stærri spennum og svona “brjóstaminnkunar” haldara sem láta brjóstin virðast vera minni. Og ekki ganga í push-up. Það er hægt að framkvæma ígildi aðgerðar með réttu undirfötunum.