Lögleg brennsluefni og -drykkir innihalda flest allir það sama. Í fyrsta lagi er það kaffín sem finna má í annars orkulitlum drykkjum á borð við kaffi og te. Í öðru lagi er ginseng gjarnan að finna í þeim, en það er hægt að kaupa grænt te með ginseng í venjulegum kjörbúðum. (Gott ef það eru ekki green-tea extracts í þessu öllu saman). Svo er það karnitín sem er raunar framleitt í líkamanum og alveg örugglega tilgangslaust að éta eða drekka því eins og aðrar amínósýrur þá brotna þær niður í maganum. Besta leiðin er að tryggja að þú fáir öll nauðsynleg efni til framleiðslu karnitíns, þar skiptir mestu máli C-vítamín, sem er að finna í appelsínusafa. Karnitín flytur fitu í vöðva til brennslu. Annars er þetta allt saman aukaatriði við hlið hreyfingar, þetta gerir afskaplega lítið fyrir þig til viðbótar. En þú getur þó byrjað að éta C-vítamín og drekka ginseng-te.