Það er afar ólíklegt að þú náir að léttast um 10 kíló, ef þú ferð út að ganga rösklega á hverjum degi (í meira en 40 mín) eða skokkar (í meira en 20 mín) og dregur úr neyslu sælgætis getur verið að þú léttist um 500 grömm á viku. Það er raunhæfara að miða við sex kíló, en það telst þá mjög gott. Þá þarft þú að hreyfi þig alveg helling og nær alla daga.
Til að draga úr sykur þörf er best að borða staðgóðan morgunmat sem er fullur af kolvetnum sem taka langan tíma að brotna niður í meltingarveginum. Stór skammtur af músli eða haframjöli er fín byrjun deginum. Síðan ætti fæðan að vera prótínrík, hún gerir þig sadda og kemur í veg fyrir að þú tapir miklum vöðvamassa á meðan þú ert að létta þig (betra er þó að gera einnig einhverjar styrktaræfingar, lyfta lóðum, gera hnébeygjur, armbeygjur, maga- og bakæfingar).
Eins og Greymantle sagði að ofan er ágætt að notast við mat og drykki með gervisætum. Það þarf þó að hafa í hug að þótt svo að það standi utan á umbúðum að það séu 0gr eða 1gr af sykri þá þýðir það ekki að það sé ekki fullt af orku í þessum mat. Skoðaðu því vandlega umbúðirnar á þessum mat (sykurlausa ópalið er til dæmis langt frá því að vera orkusnautt). Varastu líka að éta of mikið af mat eða drykk með sorbitol sætuefni, það er hægðarlosandi ;)
Drekktu svo bara vatn, hugsaðu um það á hverjum morgni að þú sért að reyna létta þig og hafðu það hugfast yfir daginn þegar þér langar í sælgæti.
Bætt við 25. mars 2007 - 14:58
Gleymdi líka einu mikilvægu, láttu vini þína og fjölskyldu vita að þú sért í átaki og fáðu aðstoð. Þau geta hvatt þig áfram og gætt þess að þú borðir ekki sælgæti ef þú gleymir þér ;)