Ég er í meginatriðum sammála þér en ….
Ertu að reyna að segja mér að Michael Jordan hafi liðið illa og að það hafi verið “mjög óhollt” fyrir hann þegar hann fór í fituprósentumælingu og mældist rétt rúmlega 2 % minnir mig?
Það má vel vera að Michael Jordan hafi “mælst” 2% í fituhlutfalli enda eru mælingaaðferðirnar afar ónákvæmar, en að hann hafi “verið” 2% er náttúrulega fjarstæða.
Ég hef séð margar myndir af Michael Jordan og hann var ekki nein 2% fita. Aldrei. Ekki einu sinni vaxtarræktarmenn í keppni fara svo neðarlega.
Reyndar er oftast talað um 4% í sambandi við Jordan, en það skiptir ekki máli. Nákvæmni slíkra mælinga er mjög lítil, en vilji blaðamanna, liðsstjóra, aðdáenda, umboðsmanna og fjölmiðlafulltrúa til að ýkja nánast takmarkalaus.
Ég tek aldrei mark á staðhæfingum fjölmiðla um hæð, þyngd, fituprósentu eða styrk stórstjarna.