Halló
Ég var að pæla hvenær er best að byrja á kreatíni ef við skulum orða það þannig að ég byrja að lyfta 14 ára ég var að pæla í að byrja kannski 16 ára en það er ekkert víst samt en er það ekki bara fínt eða? Hvað finnst ykkur?
Kreatín fyrir fólk yngra en 18 ára
Eins og staðan er í dag að þá eru engar rannsóknir sem gefa til kynna að kreatín neysla sé skaðleg fyrir einstaklinga yngri en 18 ára, þrátt fyrir að kjaftasögur hafi haldið öðru fram. Hinsvegar hefur ungabörnum með meðfædda sjúkdóma sem valda því að líkamar þeirra framleiða ekki kreatín, verið gefið kreatín (4-8 grömm á dag) og eftir langtíma notkun(22 mánuði) að þá komust rannsóknarmenn af því að kreatínið hafði góð áhrif á heilastarfsemi og hreyfigetu barnanna, og það fundust engin óæskileg áhrif. Skammturinn sem var gefinn er svipaður og ef full vaxinn einstaklingur tæki 100 grömm daglega í tvö ár, en það er yfirleitt mælt með að neysla sé 3-5 grömm, semsagt tuttugu sinnum minni skammtur.