Málið er að megrunin fer oftast út um þúfur. Hreyfing verður til þess að maður fer ósjálfrátt að borða hollara, verður léttari í lund og eykur framleiðslu góðaefnisins í heilanum þannig að við verðum glöð. Auk þess sem hin minnsta hreyfing eins og að labba upp og niður stigans getur skilað sér sem brennslu á kaloríum sem annars hefðu setið á bumbunni ef maður hefði tekið lyftuna. Auk þess sem hreyfing styrkir stoðkerfið, losar um vöðvabólgu og umfram allt, lætur mann sofa betur.
Það eru mjög margir sem eru að borða hollt, eru ekkert að borða hamborgara og pizzur í hvert mál og nammi í morgunmat, en eru að berjast við einhver aukakíló.
Ef maður situr á rassinum allan daginn og borðar bara gulrætur og sellerí til þess að léttast þá léttist maður. En ég get ekki séð það að það sé mjög hollt að léttast þannig, hreyfingin á að koma á undan megruninni. Það er reyndar nóg fyrir mjög marga að léttast mjög mikið með því að hætta að borða nammi, kökur og kex, en þá bara fyrir mjög þunga einstaklinga og svo kemur tímabil þar sem það er ekki nóg og þarf meira. t.d. hreyfingu.
Ef maður borðar eins og hestur og æfir eins og golíta þyngist maður frekar og byggir upp vöðva og verður eins og Herkúles á no time.
Megrun fer út um þúfur auk þess sem hún er hættulega fyrir líkama og sál og er oft til hins verra. Þess vegna segi ég hreyfing, hreyfing og hreyfing fyrst og kannski að minnka hvíta sykurneyslu sem er óholl fyrir allt og alla. Þá kemur holla matarræðið oftast í kjölfarið.
Bætt við 25. mars 2007 - 10:56
Og eitt í viðbót: Ef þú ert með gott matarræði þá áttu ekki að brenna fleiri hitaeiningum án þess að hreyfa þig nokkuð. Þá er viðkomandi með yfirna´ttúrulega hröð efnaskipti (sem kemur alveg fyrir) og væri ekki að kvarta yfir því að vera of þungur.
Til þess að brenna kaloríum þarf annað hvort að hreyfa sig eða borða minna. Manneskja sem borðar alveg nóg af kaloríum á dag ætti ekki að draga úr kaloríufjöldanum sem innbyrðist, heldur brenna því.