Fyrir grunnefnaskipti getur þú reiknað með 1800 kílókalóríum, við þetta bætist svo við orkan sem þarf til að framkvæma öll önnur verk en að liggja vakandi. 80 kílógramma maður brennir um 5.5 kílókalóríum við að skokka hverja mínútu, svo heldur þú bara áfram að reikna fyrir hvert einasta verk. Þetta er eina formúlan sem hægt er að nota. Þarna þarf að telja svefn sérstaklega inn í o.s.frv.
Það er einnig hægt að meta þetta sjálfur með þokkalegri nákvæmni. Þú getur reiknað með 2500 kalóríum ef þú hreyfir þig ekki sérstaklega mikið (gengur til og frá vinnu), ef þú hreyfir þig mikið 3500 kalóríur (ferð fimm sinnum í ræktina á viku). Síðan metur þú einfaldlega hvort þú þarft að borða minna eða meira eftir því hvort þú þyngist eða léttist. Ef þú ert náttúrulega grannur þá verður þú að miða við orkuleysi og forðast kaffín og sykraðan mat og éta hollan mat eftir þörfum og gá hversu mikið þarf til að halda þér gangandi.
Það eru til allskonar reiknivélar á netinu til að aðstoða þig við þetta eins og bent er á að ofan. Hér má finna ýmislegt:
http://www.google.is/search?q=calculate+energy+need&ie=utf-8&oe=utf-8&aq=t&rls=org.mozilla:en-US:official&client=firefox-a