Þetta bindur vatn í vöðvum …
Já, en það er aukaverkun og hefur ekkert með virknina að gera.
Frumorkueining líkamans, m.a. vöðvanna er efni sem heitir ATP (adenósín þrífosfat). Með því að losa einn fosfathópinn í burtu og breyta ATP í ADP losnar orka sem má nota til að knýja vöðva og fleira.
ATP forði líkamans endist ekki nema um 2 sekúndur. Þá getur hann endurhlaðið ATP og breytt ADP aftur í ATP með því að lána fosfat frá öðru efni, CTP (kreatín þrífosfat).
CTP endist sirka 3-4 sekúndur í viðbót en þá þarf að endurhlaða það með orku frá sykurgerjun eða brennslu.
Með því að taka auka kreatín virðist vera unnt að auka ofurlítið CTP birgðir líkamans þannig að þær endist kannski 5-7 sekúndur í staðinn fyrir 3-4. Þetta eykur skammtímaþol nálægt hámarksáreynslu eitthvað örlítið.
…og eykur styrkt
Nei. Kreatín eykur skammtímaþol við hámarksáreynslu. Gerir td kleift að taka 8 endurtekningar með þyngd sem venjulega væri hægt að taka 5 sinnum. Getur munað einhverju í íþróttum, en munar mestu við þjálfun. Það er hægt að æfa aðeins meira.
…og stærð/þyngd.
Já, en það er líka aukaverkun.