Í dag er akkúrat 1 ár síðan ég hætti að reykja! :) Var búin að reykja í tæp 7 ár..
Málið var að ég fékk slæma flensu og hálsbólgu og gat ekki reykt neitt á meðan (ca viku) og svo þegar ég var orðin hressari þá ætlaði ég að fara að kveikja mér í en þá sagði kærastinn minn að hann væri búinn með pakkana.. Ég átti bágt með að trúa því þar sem ég keypti 2 pakka daginn áður en ég varð veik og hann reykti kannski 2 sígarettur á dag.. En ég nennti ekki útí búð enda ennþá pínu veik og þegar ég var búin að vera reyklaus í 2 daga þegar ég hefði alveg getað reykt þá ákvað ég bara að hætta! :)
Ég hef ekki tekið smók í 1 ár og ég hefði aldrei trúað því að ég gæti þetta..
Þetta var ekki eins erfitt og ég hélt og ég fann aldrei til mikillar löngunar fyrr en núna rétt fyrir jól en þá var ég næstum því fallin :/ En ég var bara sterk og fékk mér ekki.. Löngunin leið hjá og ég finn afar sjaldan til löngunar núna. Ef hún kemur þá hugsa ég um e-ð annað í smá tíma og fyrr en varir þá hef ég gleymt því að mig langaði í ;)
Langaði bara að deila þessu með ykkur :)