Það er bara einn bekkur í ræktinni hjá mér og það er oftast bið eftir honum, og þegar ég þarf að bíða þá tek ég smá upphitun fyrir axlir og tricep, og kanski flugu líka. Ég hef svo tekið eftir því að ég næ meiru í bekknum þegar ég geri þetta. En ég veð oftast strax í bekkinn til að ná honum.
Ég er ekki viss um endurtekningarfjöldann eða þyngdina, ég passa mig bara á því að vera ekki of þreyttur og ekki of kaldur og ekki vera of lengi að þessu.
Ég ræddi líka við einn vanann kraftlyftingarkappa og spurði hvernig hann hitaði upp og hann hitar líka upp axlir áður en að hann fer í bekkinn… Hann hitaði þær samt minna en ég.