Ákvað að koma með smá fróðleik um kreatín þar sem margir hérna halda því fram að það sé skaðlaust.
Kreatín veldur vökvasöfnun í öllum vöðvum líkamans-ekki bara þeim vöðvum sem verið er að byggja upp heldur líka hjartanu og líffæravöðvunum (t.d. vöðvunum sem sjá um að melta matinn). Það segir sig sjálft að það getur ekki haft góð áhrif að valda vökvasöfnun í þessum vöðvum, sérstaklega hjartanu. Sumir læknar segja líka að hjartað minni aldrei í upprunalega stærð eftir kreatínnotkun.
Skaðsemi kreatíns á lifrina er ekki sú að það sest í hana, heldur eykur magn kreatíns sem líkaminn þarf ekki að nota álag á lifrina þar sem lifrin þarf að brjóta niður umframmagn kreatíns, rétt eins og áfengi eykur álag á lifrina.
Ég er ekki að reyna að vera með áróður hérna, aðeins miðla því litla sem læknar hafa sagt mér um áhrif kreatíns á líkamann.
Hins vegar mæla margir læknar með hóflegri notkun glútamíns.