
Tækið veitir heilafrumunum segulörvun inn í gegnum höfuðkúpuna og var reynt á 43 mígrenisjúklingum, sem látnir voru hafa samband um leið og þeir fundu merki þess að kast væri í aðsigi. Helmingurinn fékk raunverulega segulörvun en hinn helmingurinn aðeins áhrifslausa gervimeðferð. Að tveimur tímum liðnum höfðu 70% þeirra sem fengu raunverulega meðferð aðeins lítinn eða jafnvel engan höfuðverk en í “lyfleysuhópnum” var hlutfallið aðeins 48%. Svipaðar niðurstöður hafa fengist við McMaster-háskóla í Kanada, en á hinn bóginn veit enginn hvernig segulörvunin virkar í raun og veru.