Hér er ‘smá’ vandamál..

Ég byrjaði að fá verki í bakið í nóvember 2005, ég hélt að þetta væri þá bara eitthvað tímabundið svo ég ákvað að bíða, en svo eftir áramót þá fór ég til læknis og hann sagði að þetta gæti verið eitthvers konar tognun eða bólga og gaf mér lyf til að mýkja vöðvann.
Þetta var ekkert að lagast, nema bara beint við lyfjatöku í svona 2-3 klst eftirá en það kom bara aftur. Ég fór í röntgenmyndatöku líka, en það var ekkert sjáanlegt og allt í góðu standi.

Síðan fór ég til hnykkjara í maí (2006), og hann lét braka í mér út um allt og teygði mig og nuddaði fast! Ótrúlega vont, en ég hugsaði bara um hvað það væri miklu betra eftir á svo ég beit í jaxlinn.
Mér leið mun betur eftir á, en eftir svona 2-3 daga var þetta komið aftur svo ég pantaði aftur tíma hjá honum og endurtókum þessi leiðindi:P og hann sagði mér að koma aftur eftir um viku og ég gerði það. Hann sagði að hann yrði rosalega hissa ef að þetta mundi ekki virka eftir 3. skiptið og hann þyrfti að senda mig til samstarfsmanns hans, sem gerir allt með meira svona nákvæmni og þess háttar.
En batnaði eins og vanalega í kannski 2 daga en kom aftur.. eftir samt tímann hjá honum þá finn ég ekki eins mikið fyrir þessu en ég finn núna svona verki, ekki í bakinu, heldur í mjaðmaliðnum (ofarlega á rassinum), en bara hægra meginn.
Áður en ég fór til hans þá gat ég ekki greint hvorum meginn þetta var, ég fann bara hræðilega verki.

Jæja, svo fór ég að pæla hvert ég gæti leitað og ákvað að leita til sjúkraþjálfara um sumarið, hann kenndi mér eitthverjar æfingar sem ég gæti gert.
Og ég hef verið að gera þessar æfingar í ræktinni, fer að skokka smá(fæ ekki verkina á meðan í skokka) og svo geri ég æfingarnar. Ég gerði þær síðasta haust er búin að vera að halda áfram. Ég er samt ennþá svona, en líður samt vel í smátíma eftir á (þá finn ég engan verk)

Þetta er virkilega mikið að hafa áhrif á daglegt líf, ég verð bæði þreytt á öllum þessum verkum eftir daginn og lagast bara þegar ég leggst niður en finn það bæði þegar ég stend og þegar ég sit.

Ég finn verki nánast allan daginn í skólanum, allt sem ég geri þá hugsa ég alltaf fyrir að ég eigi eftir að finna svo mikla verki. Eins og að fara út að borða með vinum mínum eða eitthvað sem dæmi, þá hugsa ég alltaf.. úff þetta verður erfitt.
Ég get ekki unnið þótt mig langi mjög mikið til þess, út af þessum verkjum.

Ég hef líka farið til svona manns sem mælir út hvort maður þurfi innlegg og ég fékk innlegg í annan fótinn, (en bara hæl). Veit ekki hvort það sé að hjálpa eitthvað.

Svo núna spyr ég ykkur.. hafiði eitthverja hugmynd?

Takk fyrir að lesa=)


Bætt við 12. febrúar 2007 - 11:40
Öll ráð eru rosalega vel þegin. Mér hefur verið sagt að hreyfa mig meira og ég hef verið að fara nokkuð oft að hlaupa og teygja vel, þetta á víst að vera eitthvers konar vöðvafesting og þegar ég teygji á hægri rassinum (set fótinn yfir hinn og höndina bakvið mig) þá finn ég ekki voðalega litla teygju. Eg finn þá bara vont í nárann.

Svo að öll ráð til að hjálpa mér með þetta eru velkomin!!

Hjálpar að fara í sauna? hjálpar heitt bað? eða er hreyfing nóg?