Ég er búin að vera að berjast við vöðvabólgu í… fjögur ár núna. Og það mikla, það hefur brakar í vöðvabólgunni þegar ég færi öxlina, stanslaus höfuðverkur og viðeigandi fylgikvillar… og það sem virkar er:
1. Ekki hugsa um að þú sért með vöðvabólgu per se. Bara slaka á.
2. Athugaðu hvernig þú hagar líkamanum. Ertu spennt, undir miklu álagi? Reyndu að slaka á líkamanum og vera eðlileg. Hugsaðu um að slaka á.
3. Ef þetta er viðvarandi farðu að lyfta og í sund. EKKI synda bringusund, þá geturðu alveg eins verið bara í heitapottnum. Það mun gera meira gagn en að synda bringusund. Nokkrar ferðir skriðsund og svo heitipotturinn er betra en fullt af ferðum af skriðsundi.
4. Sofa á bakinu. Þannig ertu gjörsamlega slök.
5. Farðu í nudd.
Aðalatriðið er að slaka á og ekki spenna axlirnar. Hugarfarið er stór þáttur.