Ég er 15 ára og hef verið að lyfta í næstum ár.
þegar ég byrjaði að lyfta gerði ég þau mistök að ég bara hreinlega tók eiginlega aldrei bakið (nema bara venjulegar mjóbaks æfingar á móti magaæfingum).
það hrjáir mig alveg hrikalega núna, er massaður nokkurnveginn allstaðar annarstaðar. síðan eftir áramót hef ég byrjað að reyna að taka á bakinu. hvað mæliði með því að ég geri til að auka þykktina á bakinu?
Svo er líka annað, ég hef verið að pæla í að fara á kreatín til að hámarka árangur í ræktinni, en er ekki alveg viss um öryggi þess, ætti maður ekki að vera öruggur við rétta notkun?
ég er 1.75 á hæð ef það skiptir einhverju, þannig að endilega reynið að sannfæra mig um hvort ég ætti að gera.
ég lyfti þrisvar í viku, veit ekki hvar ég á að koma þol /brennslu ,fyrir. á ég að gera það fyrir lyftingar, eftir lyftingar eða jafnvel bara aukadag?
ekkert fleira. Takk fyrir :)