Það er best að hvíla vöðvana í einn dag. En það þýðir lítið að taka fætur á mánudögum, hendur á þriðjudögum og bak á föstudögum og þannig rútínu, því þá ertu búinn að hvíla hvern vöðvahóp í viku sem er aðeins of mikið.
Það virkar reyndar mjög vel fyrir þá sem eru gríðarlega sterkir og geta því gengið mjög nærri sér á æfingum.
Fyrir okkur venjulega fólkið er betra að láta líða styttra á milli. Ég er góður í réttstöðulyftu og get bara tekið hana einu sinni í viku. Ég er skítlélegur pressari og þarf að pressa 3svar í viku.
Ég veit að þetta hljómar eins og ég sé búinn að snúa við blaðinu því ég hef alltaf mælt með því að taka allan líkamann 3svar í viku, en svo er ekki. Eftir því sem menn verða sterkari þurfa menn meiri hvíld fyrir hvern vöðvahóp.
Það er gríðarlegur munur á byrjanda sem tekur 60kg í hnébeygju og tekur 50kgx8, 3 sett 3svar í viku og manni sem tekur 400kg og er kannski að taka 12 sett af 250kgx3. Sá síðarnefndi þarf að hvíla lengur.
Eftir sem áður er ég á því að byrjendur (fyrstu 2-3 árin) ættu að taka hvern vöðvahóp 2-3svar í viku.