Ég mundi veðja á Beinhimnubólgu.
Er þetta verkur sem er framan á kálfunum? finnst þér vont að ýta meðfram beininu á kálfanum? Er sipp og skokk alveg rosalega vont á með hjólreiðar eru í lagi?
Skoðaðu þetta betur á:
http://www.doktor.is/Article.aspx?greinid=3105Ég var sjálfur með beinhimnu í svona hálft ár síðasta vetur, og trúðu mér, þetta eru einhver verstu meiðsli sem hægt er að hugsa sér.
Það sem að reyndist mér best var að nota hitapoka í svona hálftíma á dag (ýmist fyrir framan tölvuna eða sjónvarpið), gera góðar styrktaræfingar fyrir kálfana og teygja vel á þeim eftir æfingar. Mjög vel. Einnig fór ég til sjúkraþjálfara sem hjálpaði mér einnig, þó ég held að það hafi aðalega verið upplýsingarnar sem hann lét mig fá frekar en eiginleg meðferð sem hefur hjálpað mér.
Farðu rólega í allt sipp og skokk, þetta er ekki neitt sem mun bara lagast nema þú farir að vinna í þessu.
Ertu í HR? Ef svo er get ég e.t.v. sýnt þér nokkrar æfingar fyrir kálfann.
Gangi þér vel.